Ísland annað mesta lýðræðisríki í heimi

Ísland er í öðru sæti á lista The Economist Intelligence Unit, rannsóknarfyrirtækis tímaritsins The Economist, sem hefur raðað ríkjum jarðar eftir því hvar mest lýðræði ríkir. Norðmenn tróna á toppnum með heildareinkunina 9.80 en Ísland fær 9.65 í einkunn. Danmörk og Svíþjóð fylgja í kjölfarið og Nýja Sjáland er í fimmta sæti.

Ísland fær 10 í einkunn þegar kemur að kosningakerfinu, fjölræði og pólitískri menningu, 9.64 þegar litið er á virkni stjórnkerfisins og 8.89 þegar stjórnmálaþáttaka er mæld. Þá fær Ísland 9.71 í flokknum borgaralegt frelsi.

Listinn var fyrst tekinn saman árið 2006 og þá lenti Ísland í öðru sæti og Svíþjóð var á toppnum. Árið 2008 hafði Ísland færst í þriðja sætið á eftir Noregi og Svíþjóð en nú hafa Svíar færst niður í fjórða sætið.



Þegar á heildina er litið segja skýrsluhöfundar að dregið hafi úr lýðræði á árinu, en þetta er í þriðja sinn sem listinn er tekinn saman. Ríkin eru flokkuð og er kallast löndin í fyrsta flokki „full lýðræðisríki", næsti flokkur er „gölluð lýðræðisríki" og í þann hóp hafa Frakkar, Ítalir, Grikkir og Slóvenar fallið á árinu. Bretland og Bandaríkin teljast til „fullra lýðræðisríkja" en þau lenda bæði nærri botni þess hóps, og skýrist það af því að mannréttindi þegna landanna hafa verið skert í baráttunni við hryðjuverk.

Síðasta hópinn skipa einræðisríki og fellur stórveldið Kína í þann hóp, en alls teljat 55 lönd í heiminum til einræðisríkja. Norður Kórea er neðs á listanum og telst því mesta einræðisríki jarðar. Helmingur jarðarbúa býr í löndum sem teljast til einhverskonar lýðræðisríkja ern aðeins tíu prósent búa í löndum sem kalla má fullgild lýðræðisríki.

Einn þriðji hluti jarðarbúa býr hinsvegar í einræðisríkjum.(visir,is)

Það er mikilk viðurkenning fyrir Ísland að vera talið annað mesta lýðræðisríki heims.

 

Björgvin Guðmundsson





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband