Miðvikudagur, 15. desember 2010
Verðlagsuppbætur á grunnlífeyri aldraðra og öryrkja
Sigurður Ingi þingmaður Framsóknar spurði forsætisráðherra á þingi í morgun hvað liði því að koma á norrænu velferðarkerfi hér á landi. Sagði hann í því sambandi að hann legði mesta áherslu á eflingu atvinnulífsins til þess að standa undir velferðarkerfinu.Forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,svaraði,.Hún sagði,að ríkisstjórnin hefði tekið við erfiðasta efnhagsástandi í sögunni.Þurft hefði að skera mikið niður í ríkisbúskapnum á skömmum tíma.Jóhanna sagði,að mikill árangur hefði náðst,verðbólgan minnkað úr 18% í 2,5%,atvinnuleysi hefði minnkað úr 11% í 7%,stýrivextir hefðu lækkað mikið.Í fjárlagafrumvarpinu væri verið að heimila að greiða verðlagsuppbætur á grunnlífeyri aldraðra og öryrkja,greiddur væri jólabónus til atvinnulausra og ákveðin viðbótarfralög til velferðarkerfisins.Ríkisstjórnin reyndi að verja velferðarkerfið eins og kostur væri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.