Neyðarlögin standast EES

Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í dag að stofnunin hefði ákveðið að loka sjö kvörtunarmálum varðandi íslensku neyðarlögin vegna bankahrunsins. Telur ESA að lögin brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins.

Lögin gerðu innstæður á bankareikningum að forgangskröfum við gjaldþrotaskipti banka. Innstæður nutu þar með forgangs gagnvart öðrum ótryggðum kröfum. Lögin veittu jafnframt Fjármálaeftirlitinu heimildir til að taka yfir eignir og skuldbindingar föllnu bankanna og ráðstafa þeim til nýju bankanna.


Fyrir bankahrunið höfðu nokkrir erlendir bankar lánað íslenskum bönkum háar fjárhæðir. Þessir erlendu bankar kvörtuðu undan því við ESA að þeir hefðu mátt þola ólögmæta mismunun vegna ákvæða neyðarlaganna og ákvarðana Fjármálaeftirlitsins sem áhrif hefðu á úthlutun eigna til kröfuhafa úr þrotabúum bankanna. ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að innstæðueigendur eru í annarri aðstöðu en almennir kröfuhafar og eiga tilkall til ríkari verndar við greiðsluþrot banka. Það er niðurstaða stofnunarinnar að hvorki neyðarlögin né ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi falið í sér ólögmæta mismunun gagnvart almennum kröfuhöfum. Því hafi ekki verið brotið gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.(ruv.is)

Þetta eru góðar fréttir og gefa vísbendingu um ,að dómsmál mundu fara eins. Neyðarlögin virðast halda.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband