Laugardagur, 1. janúar 2011
Verðbæturnar á lífeyri alger hungurlús
Um áramót tók gildi 2,3% verðlagsuppbót á lágmarksframfærslulífeyri aldraðra og öryrkja.Þetta er alger hungurlús.Verðbæturnar hefðu átt að vera 6,1-16%,þar eð engar verðbætur hafa verið greiddar á lífeyri sl. 2 ár.Láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun á þessu tímabili.Þegar föst tengsl lífeyris og lágmarkslauna voru afnumin 1975 var því lýst yfir af þáverandi forsætisráðherra,að lífeyrir aldraðra ætti framvegis að breytast í takt við breytingar á verðlagi og kaupgjaldi eftir því hvort hagstæðara væri lífeyrisþegum.Við það hefur ekki verið staðið en um þverbak hefur keyrt í þeim efnum hjá núverandi ríkisstjórn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.