Fylgi flokkanna óbreytt

Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 37% landsmanna og er það örlítið meiri stuðningur en mældist í nóvember. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Óverulegar breytingar eru einnig á fylgi flokka milli mánaða. Samfylkingin bætir þó við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með tæplega 24% fylgi. Á sama tíma minnkar fylgi Hreyfingarinnar um tvö prósentustig. Ríflega sex prósent kjósenda segist myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Fylgi annarra flokka er óbreytt. Nær 34% segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 18% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og ríflega 13% Framsóknarflokkinn. Rúmlega 5% myndu kjósa aðra flokka. Um 14% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og nær 18% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband