Laugardagur, 1. janúar 2011
Fyrningarleiðin: Standa verður við kosningaloforðið
Forsætisráðherra sagði í áramótaræðu sinni,að arðurinn af sjávarauðlindinni þyrfti að renna í ríkari mæli en áður til þjóðarinnar.Það er gott svo langt sem það nær.En það er ekki nóg. Það verður að standa við kosningaloforð stjórnarflokkanna um að fyrna aflaheimildir á 20 árum eða fyrr.Það kemur ekki til greina að gera neitt samkomulag við útgerðarmenn um afslátt af þessu kosningaloforði stjórnarflokkanna. Kjósendum var gefið loforð.Við það verður að standa. Það er nýi tíminn. Það er ekki lengur unnt að lofa einu fyrir kosingar og efna annað eftir kosningar. Kjósendur sætta sig ekki við slíkt.Það verður að standa við kosningaloforðið. Annað er ekki inni í myndinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2011 kl. 10:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.