Fátæktin er blettur á þjóðinni

Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,gerði fátæktina að umtalsefni í ávarpi sínu á nýarsdag.Sérstaklega ræddi hann matargjafir hjálparstofnana og sagði,að það væri blettur á íslensku samfélagi,að hópur fólks yrði að leita matargjafa vegna fátæktar.Óskaði forseti þess,að þetta mál  yrði leyst á næstu mánuðum.

Ég tek undir með forseta Íslands.Fátæktin og sú staðreynd að fólk verður að bíða í biðröðum eftir matargjöfum er blettur á þjóðinni. Við verðum að afmá þennan blett .Ríkið og sveitarfélögin verða að taka þetta mál upp og leysa það. 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband