Réttindi 67-70 ára skert!

Ríkisstjórnin hefur skert réttindi aldraðra á aldrinum 67-70 ára. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur gefið út reglugerð um að þeir aldraðir,sem eru á aldrinum 67-70 ára skuli fá minni afslátt við læknisþjónustu en hinir sem eru orðnir 70 ára.Eiga þessir eldri borgarar að fá sérstök grá kort sem veita minni afslátt en hinir njóta sem hafa eiginleg afsláttarskírteini.

Hér eru fáheyrt misrétti að ræða.Það er spurning hvort það stenst samkvæmt stjórnarskrá að mismuna eldri borgurum á þennan hátt. Í stjórnarskrá er kveðið á um jafnrétti borgaranna og því furðulegt að stórnvöld skuli mismuna innan hóps aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband