Krónan styrktist um 12 % á árinu

Gengi krónunnar styrktist lítillega í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 0,11% og endaði í 208,04. Á árinu sem var að líða styrktist krónan um 11,9% en gagnvart helstu gjaldmiðlum var breytingin nokkuð misjöfn. Þetta kemur fram í vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

„Bandaríkjadalur lækkaði úr um 125 kr í um 115 kr. (8,6% styrking), evra lækkaði úr um 180 kr í um 154 kr. (17% styrking) og sterlingspund gaf eftir um tæp 13% gagnvart krónu. Japanskt jen og svissneskur franki styrktust hinsvegar gagnvart krónu, jen um 4,4% og franki um 1,3%," segir í fréttabréfinu.

Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um þróun krónunnar á nýju ári en líklegast sé að breytingar verði litlar og þá fremur í átt til hóflegrar veikingar. „Þar kemur til að frekari styrking mun leiða til versnandi viðskiptakjara við útlönd, en núverandi gengi er hagstætt fyrir innlendar samkeppnisgreinar sem og viðunandi fyrir seðlabankann."

Að lokum segir í fréttabréfinu að Seðlabankinn hafi gengi krónunnar í hendi sér sökum mikilla gjaldeyrishafta, „en hann hefur einnig verði kaupandi á gjaldeyrismarkaði og mun líkast til vera svo áfram. Komi til frekara afnáms gjaldeyrishafta á árinu ætti það fremur að leiða til veikingar en styrkingar krónunnar."(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband