Afgangur á vöruskiptajöfnuði 109 milljarðar

Á morgun mun Hagstofan birta tölur um vöruskipti við útlönd á tímabilinu janúar til nóvember 2010. Ef bráðabirgðatölur nóvembermánaðar reynast réttar nemur afgangur af vöruskiptum á þessu tímabili um 109 milljörðum króna. sem jafngildir aukningu upp á 44% á föstu gengi frá sama tímabili árið á undan.

Þannig hefur vöruútflutningur aukist um 15% á sama tímabili reiknað með þessum hætti og vöruinnflutningur aukist um 9%.

Hvað útflutning varðar þá skýrist aukningin einna helst af auknum tekjum af útfluttum iðnaðarvörum en skýring á auknum innflutningi liggur að mestu í auknum innflutningi hrá- og rekstrarvara. Er því útlit fyrir að vöruskiptafgangur síðastliðins árs verði á bilinu 115-125 milljarða króna. sem er mesti afgangur í a.m.k. tvo áratugi, en tölur Hagstofunnar ná aftur til ársins 1989.(visir.is)

Þetta eru jákvæðar tölur.Með sama áframhaldi förum við hratt upp úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband