VG ræða ágreiningsmálin

Þingflokkur Vinstri-grænna situr nú á fundi þar sem ræddar eru áherslur flokksins í stjórnarsamstarfinu og staða þeirra þriggja þingmanna sem studdu ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Búist er við að fundurinn standi fram á kvöld.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði fyrir fundinn að hann vonaði að þingflokkurinn héldi hópinn. Björn Valur Gíslason sagði ljóst að þingmennirnir þrír, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason, yrðu að gera það upp við sig hvort þau styddu ríkisstjórnarsamstarfið; úr því yrði að skera fyrr eða síðar. Atli vildi ekki tjá sig við fréttastofu fyrir fund þingflokksins, en grein hans í Morgunblaðinu í morgun, þar sem hann skýtur föstum skotum á flokksforystuna, hefur valdið pirringi meðal þingmanna VG sem rætt var við í morgun. Búist er við að fundur þingmanna VG standi fram á kvöld.(ruv.is)

Ekki er búist við miklu átökum á fundinum.Talið er að rætt verði um mál,sem eru framundan en látið vera að ræða liðinn ágreining um fjárlögin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband