Miðvikudagur, 5. janúar 2011
Ríkisstjórnin við góða heilsu.VG lifði af
Fjölmiðlar voru búnir að byggja upp mikla eftirvæntingu fyrir þingflokksfund VG í dag.En svo gerðist ekki neitt.Sjónvarpið neitaði þó að samþykkja það og setti samt á Kastljósþátt um fundinn.Og þar gat Helgi Seljan rætt heilmikið við Steingrím formann og Ásmund Einar um ekki neitt.Ekkert var unnt að ræða um þremenningana,sem hlupu út undan sér við afgreiðslu fjárlaga og þá var tekið til bragðs að ræða um ESB.Ásmundur teygði lopann um það mál og sagði,að æ fleiri þingmenn VG hefðu efasemdir um umsóknina um ESB.Og hvað svo? Hvað ætla þessir þingmenn að gera? Ætla þeir að draga umsóknina til baka?Meira að segja íhaldið treystir sér ekki til þess.Þetta er bara stormur í vatnsglasi.Það er ekkert unnt að gera til að torvelda aðildarviðræður við ESB. Þær halda áfram enda samþykktar af alþingi.Ríkisstjórnin er við góða heilsu,VG lifði af þingflokksfundinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.