Greiðsluafkoma ríkissjóðs mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 72,7 milljarða kr. á fyrstu 11 mánuðu síðasta árs en var neikvætt um 122,8 ma.kr. á sama tímabili 2009.

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir og hefur verið birt á vefsíðu stjórnarráðsins.

Tekjur reyndust um 44,2 milljörðum kr. hærri en árið áður á meðan að gjöldin drógust saman um 12,6 milljarða kr. milli ára.

Þetta er mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um rúma 105 milljarða kr.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband