Aðför að kjörum aldraðra

Það er fáheyrt,að ríkisstjórnin,sem kennir sig við félagshyggju og norræna velferð skuli þrýsta kjörum aldraðra og öryrkja niður eins og hún hefur gert.1.júlí 2009 skerti ríkisstjórnin kjör aldraðra og öryrkja.Því til viðbótar frysti ríkisstjórnin bætur aldraðra og öryrkja þannig,að í raun var verið að rýra kjörin,þar eð engar verðlagsuppbætur voru greiddar á lífeyri þrátt fyrir verðbólgu.Á þeim 2 árum sem liðin eru frá því verðbætur voru síðast greiddar á lífeyri hefur kaup láglaunafólks hækkað um 16%.Auðvitað átti lífeyrir aldraðra að hækka í samræmi við hækkun þessara launa.Lífeyrir er ekkert annað en ígildi launa. Þegar laun hækka á lífeyrir að hækka.Sú hungurlús,sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða hluta eldri borgara á þessu ári segir ekkert í þessu sambandi.Það er hlægilegt að ríkisstjórnin ætli að greiða sumum öldruðum 2,3% verðbætur á nýju ári.Það nær ekki einu sinni hækkun vísitölu neysluverðs sl. 2 ár en sú vísitala hefur hækkað um 6,1% á tímabilinu.Eðilegt hefði verið að greiða 16% hækkun.En auk þess er það aðeins lítill hópur aldraðra,sem fær hungurlúsina,þ.e. þessi 2,3%.Þorri aldraðra fær enga hækkun enda tekur ríkisstjórnin það skýrt fram,að bætur aldraðra séu frystar.Ég blæs á þá röksemd að halda þurfi kjörum aldraðra og öryrkja niðri  vegna kreppunnar og erfiðleika í fjármálum ríkisins. Því var lofað að  hlífa ætti velferðarkerfinu en niðurskurður er mestur í því,meira að segja meiri en i heilbrigðismálum og samgöngumálum og i mörgum ráðuneytum er enginn niðurskurður t.d. í sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti,umhverfisráðuneyti,iðnaðarráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þeir,sem eru frekastir komast upp með að skera ekkert niður en það er alltaf unnt að setja hnífinn á velferðarmálin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband