Veggjöld skilyrði framkvæmda við Suðurlands-og Vesturlandsveg

Ekki verður farið í tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar nema sett verði á veggjöld. Þetta segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Hann segir að vilji menn gera þá kröfu gagnvart ríkissjóði, sem sé ekki aflögufær, þá þurfi menn að horfast í augu við að þetta kosti.

Hann segist vilja taka þessa umræðu núna, opinskátt. Séu menn eru ekki reiðubúnir að gera þetta og finnist það ósanngjarnt að gera þetta svona, þá verði það ekki gert. Ögmundur segist reiðubúinn til að skoða alla kosti, sem séu ódýrari og ná fram settum markmiðum.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband