Ekki unnt að kalla þetta verðbætur

Lengi vel tíðkaðist það hjá verkalýðshreyfingunni að semja um vísitölubætur á laun.Þegar verðlag hækkaði svo og svo mikið hækkuðu launin.Þetta voru verðlagsuppbætur eða vísitölubætur á laun.Að sjálfsögðu komu verðlagsbætur á öll laun en ekki aðeins laun tiltekinna hópa. En nú hafa stjórnvöld tekið upp á því að greiða aðeins tilteknum hópi lífeyrisþega hækkun á lífeyri og kalla þessar hækkanir verðbætur.Hér er um misnotkun á orðinu verðbætur að ræða.Það er ekki rétt að nota orðið verðbætur eða vísitölubætur nema bæturnar,hækkunin, gangi til allra lífeyrisþega  eins og eðlilegt væri.Ef skammta á þröngum hópi hækkun er eðlilegt að kalla þetta aðeins hækkun á lífeyri en ekki verðbætur.Lágmarksframfærslutrygging TR er nú hækkuð um 2,3%  vegna væntanlegrar verðbólgu ársins.Full hækkun kemur til 1600 ellilífeyrisþega,sem ekki hafa neinar aðrar tekjur en frá TR en annar hópur fær hluta af hækkuninni,misjafnlega mikinn.Þorrri lífeyrisþega fær  hins vegar enga hækkun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband