Föstudagur, 7. janúar 2011
Atvinnumálaályktunin Ísland 2020 samþykkt
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun áætlun í tuttugu liðum varðandi framtíð atvinnulífs og samfélags, sem meðal annars gerir ráð fyrir mælanlegum langtímarkmiðum á öllum sviðum stjórnsýslunnar. Forsætisráðherra segir áætlunina grunn að uppbyggingu þjóðfélagsins að loknum varnaraðgerðum eftir efnahagshrunið.
Stýrihópur undir forystu varaformanna stjórnarflokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hefur skilað af sér niðurstöðum verkefnis sem kallað hefur verið Ísland 2020". Umfangsmikið samráð var haft við landshlutasamtök, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, Samtök atvinnulifsins og fleiri aðila og mið var tekið af þjóðfundum sem haldnir voru víðs vegar um land. Stýrihópurinn leggur fram áætlun í tuttugu liðum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir rammafjárlögum til fimm ára í senn og fjárfestingaáætlun fyrir ríkissjóð til tíu ára.
Stefnumótunin nær til allra sviða og er gert ráð fyrir að landshlutar setji sér markmið og Katrín Jakobsdóttir segir meðal annars stefnt að því að fækka í hópi þeirra sem ekki hafi hlotið framhaldsmenntun úr 30 prósentum í tíu prósent. Það sé háleitt markmið eins og önnur markmið áætlunarinnar.
Dagur segir að markmiðið hafi verið að ná fram bestu þekkingu á stöðu Íslands sem fyrir liggur og sjö sérfræðiteymi hafi unnið með stýrihópnum.(visir.is)
Þetta er athyglisverð tillaga,sem hér er á ferðinni og verður væntanlega til þess að efla atvinnu um allt land.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.