Föstudagur, 7. janúar 2011
Tillaga frá VG (þingmönnum) um að afturkalla samningaviðræður við ESB jafngildir stjórnarslitum
Ég hélt,að VG hefði leyst ágreiningsmál sín en við lestur Morgunblaðsins í morgun sé ég,að svo er ekki. Agnesi Bragadóttur tókst að skrifa langa grein um bullandi ágreining hjá þingflokki VG og eiginlega meiri ágreining en áður.Nú virðist einkum tekist á um ESB en síðan segir Mbl.,að Steingrímur formaður hafi skammað þremenningana og Árni Þór tekið undir skammirnar.M.a. á að hafa verið rætt um hvað það sé óheppilegt að bera öll ágreiningsmál VG á torg.
Svo virðist sem nokkrir þingmenn VG vilji taka upp ESB málið á næstunni og breyta um stefnu í málinu.En þessir þingmenn VG virðast ekki átta sig á því að það er búið að afgreiða umsóknina um ESB á alþingi.Samþykkt var að sækja um aðild að sambandinu og þar við setur.Engin breyting verður fyrr en að loknum samningaviðræðum en þá verður málið lagt fyrir þjóðina.Tillaga frá VG um að stöðva eða afturkalla samningaviðræður við ESB jafngildir stjórnarslitum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin þú virðist ekkert átta þig á að þessi Umsókn um aðild var falsskjal og í ofanálag ó óþökk þjóðarinnar.
Þetta sem þingið samþykkti 16 júlí 2009 var tillaga um að fela ríkisstjórnin að taka málið í sínar hendur og senda inn umsókn. Tillögur þurfa ekki samþykkt forseta en Umsóknin sjálf var stjórnarerindi og það ólögleg líka sem hefði hún verið lögleg þá hefði forsetinn mátt skrifa undir en en ekki þurft. Hún var aldrei gild. http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/
Þetta voru brot á stjórnarskránni og lög um ráðherraábyrgð og síðast hegningalögum kaflaX Nú vona ég þar sem þú ert lærður maður lesir þetta og segir mér hvort ég hafi á röngu að standa.
Valdimar Samúelsson, 7.1.2011 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.