Föstudagur, 7. janúar 2011
Jóhanna: Allir þingmenn VG styðja stjórnina
Þremenningarnir í Vinstri grænum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hafa verið óánægðir með það ferli sem aðildarviðræðurnar hafa verið. Á þingflokksfundi þeirra í fyrradag var, samkvæmt heimilidum fréttastofu, lagt hart að þeim að undirrita ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við stjórnarsáttmálann. Það voru þremenningarnir ekki tilbúnir til að gera en framhaldsfundur hefur verið boðaður á mánudag. Sú spurning hefur því vaknað hvort þremenningarnir styðji ríkisstjórnina og hvort hugsanlega verði ákveðið að hægja á umsóknarferlinu að Evrópusambandinu til að koma til móts við þá og fleiri sem eru sama sinnis innan Vinstri grænna. Jóhanna segist verða að sjá hvað setur fari svo að þremenningarnir styðji ekki við stjórnarsáttmálann.(ruv.is)
Það verður að treysta því að þingmenn VG styðji ríkisstjórnina,þ.e. verji hana vantrausti komi það fram.Hins vegar getur alltaf verið að einstakir þinmgmenn sitji hjá við einstök mál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún og hann. Var einhver að tala um Foringjaræði.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.