Laugardagur, 8. janúar 2011
Björk fékk 35 þús.undirskriftir
Hópurinn Rödd þjóðarinnar hefur náð takmarki sínu. Rúmlega 35 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva söluna á HS Orku. Markmiðið var einmitt að fá 35 þúsund til að skrifa undir.
Karókimaraþoninu, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu frá því á miðvikudag, lýkur á miðnætti í kvöld. Hópurinn skorar jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Björk skrifaði þetta á Twitter síðu sína fyrr í dag:
Til hamingju Ísland: klukkan er ekki þrjú og það eru komnar 35073 undirskriftir."(ruv.is)
Þetta er vasklega gert hjá Björk og Co. 35 þús. manns vilja stöðva söluna á HS Orku.Nú er eftir að sjá hvaða undirtektir undirskriftasöfnun þessi fær hjá stjórnvöldum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.