ASÍ kynnti aðgerðaráætlun fyrir ríkisstjórn

Alþýðusamband Íslands kynnti í dag fyrir ríkisstjórn drög að aðgerðaráætlun. Henni er ætlað að leggja nauðsynlegan grunn að gerð kjarasamninga og vera skref til að sigrast á neikvæðum afleiðingum fjármálakreppunnar. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir að ríkið stofni félag sem taki lán til að fara í samgönguframkvæmdir, greitt verði fyrir þegar ákveðnum fjárfestingum í orkufrekum iðnaði og hvatt verði til átaks í þjóðgörðum.

Þá verði ýtt úr vör átaki til að gera Ísland áhugaverða kost í vetrarferðamennsku. Lágmarks atvinnuleysisbætur og hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækki til jafns við hækkun lægstu launa. Þá verði lög um aðilaskipti að fyrirtækjum endurskoðuð þannig að þau nái til þess þegar fyrirtæki er sett í gjaldþrot og starfseminni haldið áfram á nýrri kennitölu.


Samtök atvinnulífsins kröfðust þess á fundi með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í dag að atvinnutryggingargjald verði lækkað um tæpt 1% í samræmi við lög þar sem gjaldið er nú of hátt.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband