Miðvikudagur, 12. janúar 2011
ASÍ: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki til jafns við hækkun lægstu launa
Alþýðusamband Íslands kynnti ríkisstjórninni kröfur sínar í væntanlegum kjarasamningum í dag.Ein af kröfum ASÍ er þessi:
Elli- og örorkubætur almannatrygginga hækki til jafns við hækkun lægstu launa samkvæmt kjarasamningum.
Komið verði á frítekjumarki gagnvart tekjutengingum bóta almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.
Eldri borgarar og öryrkjar fagna því að ASÍ skuli hafa ákveðið að berjast fyrir kröfum lífeyrisþega í kjarasamningunum.Ríkisstjórnin hefur þrýst kjörum þessara hópa niður frá ársbyrjun 2009 með því að frysta bætur aldraðra og öryrkja.Sú hungurlús,sem ríkisstjórnin ákvað að láta lífeyrisþega fá nú um áramótin segir lítið.Aðeins lítill hópur aldraðra og öryrkja nýtur örhækkunar upp á 2,3%.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.