Atvinnuleysið 8%

Skráð atvinnuleysi í desember 2010 var 8% en að meðaltali 12.745 manns voru atvinnulausir í desember og eykst atvinnuleysi um 0,3 prósentustig frá nóvember, eða um 382 manns að meðaltali.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að körlum á atvinnuleysisskrá fjölgar um 331 eða um 0,4 prósentustig að meðaltali en konum um 51 að meðaltali eða um 0,1 prósentustig.

Mest fjölgar atvinnulausum hlutfallslega á Vestfjörðum en þar fjölgar um 30 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali. Atvinnuleysið er 8,5% á höfuðborgarsvæðinu en 7% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 13,1%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,1%. Atvinnuleysið er 8,5% meðal karla og 7,3% meðal kvenna.

Alls voru 13.972 atvinnulausir í lok desember. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 11.647, af þeim voru 3.211 í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í ráðgjafarviðtöl, á kynningarfundi og í vinnumiðlun.

Fjölgun atvinnulausra í lok desembermánaðar frá lokum nóvember nam 353 en 316 fleiri karlar voru á skrá og 37 fleiri konur m.v. nóvemberlok. Á landsbyggðinni fjölgar um 271 en um 82 á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.221 og fjölgar um 20 frá lokum nóvember og er um 52% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok desember. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.649 í lok nóvember í 4.696 í lok desember.

Alls voru 2.377 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok desember en 2.329 í lok nóvember eða um 17% allra atvinnulausra í desember og fjölgar um 48 frá því í nóvember. Í desember 2009 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 2.754 og hefur því fækkað um 377 frá desember 2009.(visir,is)

 

Björgvin Guðmundsson




 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband