Verðbólgan 2,1%%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka í janúar um 0,7% frá desembermánuði. Ef spáin gengur eftir verður verðbólgan 2,1% í mánuðinum og lækkar úr 2,5% í desember. Rætist spáin hefur verðbólgan ekki verið lægri síðan um mitt ár 2003. Hagstofan mun birta vísitölumælingu sína kl. 9:00 þann 26. janúar næstkomandi.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem skýrir lækkun vísitölunnar nú eru fyrst og fremst tveir þættir: Annars vegar eru það útsölur, sem hafa jafnan veruleg tímabundin lækkunaráhrif á VNV í janúarmánuði.

„Við gerum ráð fyrir svipuðum útsöluáhrifum að þessu sinni og raunin hefur verið hin síðustu ár, og áætlum að útsölur á fötum og skóm muni vega til 0,7% lækkunar VNV, en í heild gætu útsöluáhrifin vegið til u.þ.b. 1% lækkunar VNV," segir í Morgnkorninu.

„ Þá kemur nú til sögunnar breyting á útreikningi kostnaðar við útvarp og sjónvarp, en Hagstofan tilkynnti fyrir áramót að hún mæti útvarpsgjaldið nú sem beinan skatt fremur en notendagjöld. Þessi breyting verður til þess að lækka útvarps- og sjónvarpslið VNV um 40% í janúar, sem hefur áhrif til 0,4% lækkunar á vísitölunni nú."

Á móti þessum lækkunarþáttum vega gjaldskrárhækkanir, sem jafnan eru talsverðar um áramót, sem og hækkun opinberra gjalda á liði á borð við áfengi og eldsneyti.

„Einnig teljum við að matar- og drykkjarvöruliður vísitölunnar muni hækka nokkuð að þessu sinni. Þá eru teikn á lofti um að húsnæðisliður vísitölunnar muni heldur hækka þennan mánuðinn," segir í Morgunkorninu.

Í kjölfar lækkunar í janúar gerum við ráð fyrir því að VNV hækki nokkuð það sem eftir lifir 1. ársfjórðungs. Teljum við þannig að vísitalan muni á heildina litið hækka um 0,6% frá ársbyrjun til marsloka. Áhrif útsöluloka munu væntanlega gera gott betur en vega upp mælda verðlækkun á fötum og skóm í janúar þegar fram í sækir, og áhrif af hækkandi hrávöruverði undanfarið munu ef að líkum lætur gera vart við sig í matvöruverði og fleiri innfluttum liðum á næstunni.

Þá eiga innlend fyrirtæki trúlega enn eftir að velta einhverjum hluta undanfarinna kostnaðarhækkana út í verð vöru sinnar og þjónustu."(visir.is)

Það eru einkum útsölur,sem valda lækkun verðbólgunnar í janúar en á móti vegur hækkun á eldsneyti og áfengi. Verðbólgan er á hraðri niðurleið og það er vel.

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband