Forsætisráðherra gagnrýnir atvinnurekendur

Forsætisráðherra gagnrýnir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins fyrir að halda því fram að ekki sé hægt að ná niðurstöðu í kjarasamningum nema niðurstaða fáist um málefni sjávarútvegsins. Ekki sé boðlegt að halda kjaraviðræðum í gíslingu með þessum hætti.

Á Facebook-síðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, birtist færsla seinnipartinn í gær, þar sem hún skrifar að breytt fiskveiðistjórnunarkerfi verði eitt af mikilvægustu viðfangsefnum ríkisstjórnarinnar á árinu. Hún vísar í frétt Ríkisútvarpsins frá því í gær, þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að ekki verði hægt að ganga frá kjarasamningum nema niðurstaða fáist samhliða þeim um málefni sjávarútvegsins. Starfsskilyrði greinarinnar eru alltof ótrygg og kjarasamningar verða ekki gerðir fyrr en búið verði að klára þau mál sagði Vilhjálmur.


Jóhanna gagnrýnir þessi ummæli Vilhjálms á Facebook-síðu sinni og segir það ekki vera boðlegt að taka almennar kjaraviðræður í gíslingu til að koma í veg fyrir fyrirætlanir stjórnvalda í þessum efnum. Jóhanna skrifar enn fremur á síðuna að markmiðið með breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi sé varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins, sjálfbær nýting, jafnræði við úthlutun veiðiheimilda, trygg rekstrarskilyrði sjávarútvegs og að arðurinn af auðlindinni renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar.(ruv.is)

Þetta er vel mælt hjá forsætisráðherra.Mig undrar,að Vilhjálmur Egilsson skyldi falla í þann pytt að blanda saman kjarasamningum og deilum um kvótakerfið. Stjórn fiskveiða er í höndum alþingis og ríkisstjórnar en kjarasamningar eru á vegum aðila vinnumarkaðarins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband