25,3% landsframleiðslu varið til félagsverndar hér

Útgjöld hér til félagsverndar námu rúmum 380 milljörðum króna á árinu 2009 eða 25,3% af landsframleiðslu og hækkuðu verulega frá árinu 2008 er þau námu 22% af landsframleiðslu. Munar þar mestu um mikla aukningu á útgjöldum vegna atvinnuleysis sem hækkuðu úr 5,4 milljörðum króna árið 2008 í 25,7 milljarða króna árið 2009. Þessi útgjöld voru 1,7% af landsframleiðslu ársins en til samanburðar námu útgjöld vegna atvinnuleysis 0,4% af landsframleiðslu árið 2008 og 0,2% árið 2007. Hluti útgjalda vegna atvinnuleysis var um 6,8% af útgjöldum til félagsverndar árið 2009 samanborið við  1,7% árið 2008.

Útgjöld til félagsverndar í Svíþjóð nema 30,7% af landsframleiðslu.Í Danmörku er hlutfallið 29%, í Finnlandi 26,3% og í Noregi 22,6%.Þrátt fyrir mikil útgjöld vegna atvinnuleysis hér er varið meira fjármagni til félagsvernar á hinum Norðurlköndunum nema í Noregi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband