Laugardagur, 15. janúar 2011
Samningaleiðin: Voru Jóhanna og Steingrímur með í ráðum?
Rætt var um kvótakerfið og samningaleiðina í þætti Hallgríms Thorsteinssonar Í vikulokin í morgun.Þar var því m.a. haldið fram,að samningaleiðin hafi verið kokkuð á fundi hjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra,þar sem viðstaddir hafi verið m.a. formaður og varaformaður sáttanefndarinnar.Það hafi verið farið framhjá nefndinni með þennan fund. Ef þetta er rétt það mjög alvarlegt mál.Ég hefi ekki viljað trúa því að forustumenn ríkisstjórnarinnar væru að hvika frá fyrningarleiðinni. Og ég á enn mjög bágt með að trúa því. Hér þarf að fá skýringar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.