Sunnudagur, 16. janúar 2011
Engin þörf á mótmælafundi á morgun
Alþingi kemur saman á ný á morgun eftir hlé.Á Facebook hefur verið hvatt til þess að fólk mæti þá og mótmæli.Ég sé enga þörf á því.Það hefur verið leyst úr því,sem áður var mótmælt.Því var mótmælt áður,að ekki hefði verið leyst úr skuldavanda heimilanna.En nú hefur það verið gert.Ríkisstjórnin hefur í samráði við banka og Íbúðalánasjóð gert ráðstafanir til þess að draga verulega úr skuldavanda heimilanna.Lengra er ekki unnt að ganga í því efni.Sama er að segja um fyrirtækin.Ríkisstjórnin hefur í samráði við bankana gert víðtækar ráðstafanir í þágu fyrirtækja.Það er því búið að leysa úr því sem kvartað var yfir. Síðan verður að reikna með því að sérstakur saksóknari sæki þá menn til saka,sem brutu af sér í aðdraganda hrunsins.Svo virðist sem hann sé nú heldur að herða sig í því efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
Það er flott Björgvin ef þú trúir því að það sé búið að bjarga þessu, ætlar þú bara að vera heima og hlustaðu á upptökur af Jóhönnu og Steingrími. Passaðu þig bara að ná ekki í of gamlar upptökur af þeim því það var allt annað sem vall upp úr þeim hér áður fyrr.
Ég mæti á morgun því þessi svokölluðu úrræði þeirra skötuhjúa eru engan veginn að virka eða ganga upp fyrir fólk og eru í reynd að skapa hættu á algjörri upplausn. Þessi úrræði eru bara fyrir bankana til að fá fólk til að halda áfram til að borga af stökkbreittum skuldum eigna sinna sem eru orðnar yfirveðsettar af völdum þessa sðmu banka og þess hruns sem þeir urðu valdir að.
Ætli opinbera skýringin á þessu sé ekki sú að þetta sé nauðsynlegt til að viðhalda "fjármálastöðugleika" en ég get lofað þér því að þetta hefur þveröfug áhrif, sannaðu til.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 16.1.2011 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.