Ólína:Kvótinn verður innkallaður

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, flutti erindi fyrir fullum sal á Grand Hótel í dag um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Fundurinn var á vegum Reykjavíkurfélaga Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, undir yfirskriftinni Fiskurinn í þjóðareign. Frummælendur fundarins voru þau Finnbogi Vikar, laganemi og fulltrúi í starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags fiskframleiðenda og útflytjenda.

Þau Finnbogi og Elín voru sammála um samningaleiðin svokallaða, sem starfshópurinn sameinaðist um, væri lítið annað en óskilgreint og óútfært hugtak yfir það að festa núverandi kvótakerfi í sessi.

Nokkur hiti var í fundarmönnum, en á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á ríkisstjórnina að framfylgja hið fyrsta fyrirheiti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Fundurinn telur brýnt að ekki verði látið undan þrýstingi sérhagsmunaaðila, og innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á allt að 20 árum sögð hófsöm leið.

Á fundinum kom fram að frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé í vinnslu hjá sjávarútvegsráðuneytinu, en það verði lagt fram í febrúar.(visir.is)

Það er gott,að  Olína heldur fast við það stefnumál ríkisstjórnarinnar,að kvótinn verði innkallaður og honum úthlutað aftur á réttlátan hátt. Samningaleiðin svokallaða er ekkert annað en óbreytt kerfi  og þó mun lakara en það sem nú er.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ólína er eina trompið sem samfylkingin á og ég styð að kvóti verði tekin af núverandi útgerðum og frjálsar krókaveiðar. þetta er grundvöllur eðlilegs lífs um landsbyggðina. Ég vil hörku á kvótakónga sem er að þjóðin leigi þeim kvótann á sama verði og þeir leigðu öðrum. 

Valdimar Samúelsson, 16.1.2011 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband