Sunnudagur, 16. janúar 2011
Unnið að nýju neysluviðmiði
Neysluviðmið eru talin lykilforsenda þess að hægt sé að greina vanda skuldsettra heimila og þeirra sem þurfa á framfærsluaðstoð að halda. Forsætis- og félagsmálaráðherra höfðu lofað að ný neysluviðmið yrðu gefin út fyrir miðjan desember en þau liggja enn ekki fyrir. Formaður BSRB, auk forstjóra Neytendastofu, hafa gagnrýnt töfina og bent á mikilvægi þess að vinnunni verði flýtt.
Árið 2006 mat starfshópur á vegum stjórnvalda að fjögurra manna fjölskylda þyrfti um 350 þúsund krónur á mánuði til framfærslu en síðan þá hafa ekki legið fyrir opinber neysluviðmið. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag að drögum að neysluviðmiðum hefði verið skilað inn til ráðuneytisins. Þau væru nú í ákveðnu vinnuferli áður en að hægt væri að kynna niðurstöður.(ruv.is)
Hagstofan birtir árlega meðaltalsútgjöld fjölskyldna og einstaklinga til neyslu.Engir skattar eru í þeirri tölu.Í desember sl. birti Hagstofnan nýjustu tölur yfir þessi útgjöld en þær voru 290 þús. hjá einstaklingum.Neysluviðmið hlýtur að vera svipað ef rétt er.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.