Mánudagur, 17. janúar 2011
Ólína: Allar aflaheimildir innkallaðar á einu bretti
Á fundi Samfylkingar og VG um kvótakerfið sl. laugardag flutti Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar ræðu.Þar sagði hún ,að það kæmi til greina að úthluta verulegum hluta kvótanna til núverandi handhafa þeirra en því aðeins að allar aflaheimildir yrðu innkallaðar á einu brétti.
Ólína sagði m.a. í ræðu sinni:
Viðfangsefni jafnaðarmanna um allan heim er að tryggja jafnrétti kynslóðanna til auðlindanýtingar afnema órétt og ójöfnuð og virða mannréttindi.Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stendur núna frammi fyrir sögulegu
tækifæri það er tækifæri sem engin ríkisstjórn önnur en stjórn félagshyggju- ogjafnaðarmanna gæti látið af sér leiða í íslensku samfélagi: Tækifærið til að
afnema þann órétt og ójöfnuð sem hlotist hefur af núverandifiskveiðistjórnunarkerfi kvótakerfinu.Í 28 ár hafa byggðir
landsins liðið fyrir afleiðingar fiskveiðistjórnunarkerfis semupphaflega var sett á til bráðabirgða og átti að endurskoðast fáum árum síðar. Á
þeim 28 árum sem síðan eru liðin höfum við útgerðarfyrirtækin sameinast ogrenna hvert inn í annað.Við
höfum séð aflaheimildirnar safnast á fárra hendur, útgerðarfyrirtækin stækkaog færa út kvíar, sækja á erlendi mið, veiða fiskinn í íslenskri lögsögu og landahonum í stórum stíl í erlendum höfnum
þaðan sem hann hefur farið inn íerlendar fiskvinnslustöðvar og skapað bæði arð og atvinnu.Hér heima hafa byggðirnar
misst frá sér veiðiheimildirnar,fiskvinnslufyrirtækjum hefur fækkað og heilu byggðarlögin sem áður byggðuatvinnu- og verðmætasköpun
á útgerð og fiskvinnslu, standa margar hverjar eftireins og fiðurlausir fuglar samfélög í sárum sérhagsmunagæslunnar. Arðurinn hefur að
mestu runnið inn í sjálfa útgerðina sem á sama tíma hefur skuldsettatvinnugreinina upp í rjáfur í áhættufjárfestingum utan greinar. Virðisaukinn af verð-
mætasköpuninni hefur ekki skilað sér sem skyldi inn í samfélagið.Á sama tíma hefur útgerðarauðvaldið hert tangarhald sitt á sjálfum verðmætunum
Kvótahafarnir, sem upphaflega fengu veiðiheimildir sínar fyrirekkert, hafa gerst lénsherrar í kerfi þar sem enginn nýliði á sér innkomu von,nema gerast leiguliði
forréttindahópsins sem fyrstur fékk gæðunum úthlutað.Kerfið sem upphaflega átti í orði kveðnu að stuðla að sjálfbærri nýtingufiskistofna og verð-
mætasköpun, varð með tímanum uppspretta gífurlegrar verðmætasóunar á hafi úti (brottkast og hráefnissóun), sérhagsmunagæslu,misréttis, stéttaskiptingar innan greinarinnar og byggðaröskunar. Mörg hundruð
störf hurfu á fyrstu árunum út úr byggðarlögunum og með tímanum fóru mörg
þúsund störf forgörðum. Allt gerðist það í nafni hagkvæmni innan greinarinnar. Sú þróun er skólabókardæmi um það hvernig sérhagsmunagæslan hefur ísamfélagi okkar fengið byr undir vængi á kostnað samfélagslegra gilda.
Það er þetta ástand sem félagshyggju- og jafnaðarmenn á Íslandi ætla að afnema.
Þetta er óréttlætið sem við viljum leiðrétta. Og við erum svo sanngjörn að við
viljum gefa stórútgerðinni rúman aðlögunartíma, allt að tuttugu árum.En þó að krafan sé hófsöm, og þó hún sé sanngjörn eða kannski einmitt vegna
þess þá verður ekki frá henni vikið. Við getum ekki vikið frágrundvallarsjónarmiðum okkar í þessu máli, og þau eru:1) Að
tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfirauðlindum hafsins.2) Að
tryggja þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu fiskistofnannavið landið
3) Að tryggja jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi ísamræmi við álit mannréttindanefndar SÞ
Með því að setja hlutlægar og heilbrigðar leikreglur og auka gagnsæið í kerfinuviljum við efla atvinnulíf og bæta lífsafkomu fólks í byggðum landsins, og eyðaum leið
hinni margumtöluðu óvissu í sjávarútveginum til framtíðar.En okkur er ekki sama hvernig þetta er gert. Það eru markmiðin sem skipta hérmáli, ekki hugtökin sem menn hneigjast til að
hengja sig í. að komast inn í stjórnarskrá 2) Nýting og umgengni okkar við fiskveiðiauðlindina þarf að haldast íhendur við nýtingu og umgengni við aðrar þjóðarauðlindir. Hún þarf að
vera tímabundinn afnotaréttur og vera sjálfbær.
3) Allar aflaheimildir þarf að innkalla í auðlindasjóð og leigja þær þaðan ágrundvelli leigusamnings þar sem kveðið er á um réttindi og skyldurleigutakans (útgerð-
arinnar) og leigusalans (auðlindasjóðsins/ríkisins).4) Leigugjaldið þarf að vera árleg greiðsla, en ekki eingreiðsla fyrirlangtímasamning, eins og stundum er
ýjað að. Þetta er grundvallaratriðivarðandi möguleikana á að endurskoða samningana ef ekki er staðið við
skilmálana og til að bregðast við breyttum forsendum. Þetta ergrundvallaraatriði varðandi það að styrkja eignarrétt þjóðarinnar yfirauð-
lindinni.5) Það er lykilatriði í mínum huga að tekjunum sem renna í auðlindasjóðinnverði
varið til samfélagslegra verkefna á borð við atvinnueflingu, rannsókn í sjávarútvegi og eflingu byggða.6) Ég tel líka mikilvægt að leiguverð aflaheimilda eigi sér stað með
uppboði/verðtilboðum samkvæmt nánari útfærslum. Hér mætti taka mið
af leigutilboðsleið Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar.7) Ég tel líka koma til greina kemur að núverandi kvótahafar fái við fyrstuútlutun forleigu rétt að
umtalsverðum hluta aflaheimildanna en þvíaðeins að veiðiheimildirnar verði innkallaðar allar á einu bretti8) Í hinu nýja
kerfi þarf að gæta vel að byggðasjónarmiðum ognýliðunarmöguleikum. Ég tel að samhliða því þurfi að gefahandfæraveiðar
frjálsar við strendur landsins.Síðast en ekki síst legg ég áherslu á að leiga aflaheimilda miðist við magn(
þígt) en ekki hlutdeild. Ég teldi eðlilegt að við fyrstu úthlutun verðimiðað við leyfilegt aflamagn á yfirstandandi fiskveiðiári. En að allarvið-
bótarveiðiheimildir, t.d. vegna stækkunar fiskistofna, gangi bent inn íauðlindasjóðinn en renni ekki á grundvelli hlutdeildarkerfis beint til útgerðar.
Ég er að mestu leyti sammála Ólínu. ÉG tel þó,að ekki komi til greina að leigja útgerðarmönnum kvótana til langs tíma.2 ár kæmu til greina og ef til vill eitthvað örlítið lengur.En þær hugmyndir sem svifu yfir vötnum í sáttanefndinni eru alveg út úr korti og koma ekki til greina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.