Mánudagur, 17. janúar 2011
Lítil þátttaka í mótmælum á Austurvelli
Um tuttugu til þrjátíu manns eru komnir saman á Austurvelli til að mótmæla, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Einn hefur verið handtekinn en hann var að reyna að stöðva mótmælendur við iðju sína og taldi þá raska ró Alþingis. Maðurinn var færður í lögreglubíl.
Þingfundur hófst klukkan þrjú og byrjuðu mótmælendur að koma saman þá, en mótmælin voru boðuð klukkan hálffimm.(visir.is)
Greinilegt er,að mjög fáir munu taka þátt í mótmælum við alþingishúsið í dag enda er búið að verða við fyrri óskum mótmælenda og í raun lítið sem unnt er að mótmæla í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.