Launakrafa verkalýðsfélaganna of lág

Krafa verkalýðsfélaganna um tvö hundruð þúsund króna lágmarkslaun er langt undir raunverulegum framfærslukostnaði. Þetta segir Harpa Njáls félagsfræðingur. Launþegi fengi þá rúmlega 162.000 krónur útborgað að frádregnum skatti og greiðslu í lífeyrissjóð. Harpa segir ljóst að þetta sé langt undir raunhæfu framfærsluviðmiði. Harpa hefur uppfært framfærslukostnað sem hún telur raunhæfan og hófsaman fyrir eintakling sem leigir litla íbúð og ekur um á gömlum bíl. Kostnaðurinn er 250.000 krónur. Harpa segir að krafa verkalýðsfélaganna um 200.000 króna lágmarkslaun sé algjörlega óraunhæf. Ef ekki sé rétti tíminn nú til að leiðrétta þetta, þá viti hún ekki hvenær það verði.

 

(ruv.is)

Ég tek undir með Hörpu Njáls. 200 þús. kr. brúttólaun eru alltof lág og duga ekki fyrir framfærslu. 250-300 þús. er lágmark.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband