Of seint að stöðva söluna á HS Orku

Björk Guðmundsdóttir  og fleiri afhentu forsætisráðherra nær 50 þús. undirskriftir í gær.Þeir sem skrifuðu undir mótmæla sölu á HS Orku til Magma Í Kanada og þeir vilja fá þjóðaratkvæðagreiðslu um auðlindir Íslands ( um að þær verði í þjóðareigu).

Það er nokkuð seint að mótmæla nú sölunni á HS Orku til Magma,þar eð salan er um garð gengin og Magma hefur greitt uppsett verð.  Ef rifta á sölunni kemur tvennt til greina samkvæmt því sem forsætisráðherra segir,að taka HS Orku eignarnámi eða að semja við Magma.Ég tel,að það væri algert óráð að taka HS Orku eignarnámi. Það mundi kosta ríkið með skaðabótum um 30 milljarða kr. en auk þess mundi slíkt eignarnám fæla erlenda fjárfesta frá því að fjárfesta á Íslandi.Eignarnám gæti því verið  mjög skaðlegt Islandi.Sjálfsagt er að reyna samninga við Magma og þá fyrst og fremst um að stytta nýtingartímann á orkunni,t.d. ofan í 10-20 ár. Ég veit ekki hvort reyna á að semja við Magma um að láta kaupin ganga til baka.Ríkið hefur ekki efni á því að kaupa þennan hlut af Magma. Við höfum heldur ekkert gagn af orkuauðlindum,ef við getum ekki nýtt þær.Ísland á orkuauðlindirnar og ætlar ekki að selja þær. Þetta snýst um nýtinguna,þ.e hvort það á að selja nýtingarréttinn.Ef varlega er farið og nýtingartími stuttur tel ég koma til greina að selja nýtingarrétt.En það verður að fara mjög varlega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband