Íbúar Íslands 318.500

Í lok 4. ársfjórðungs 2010 bjuggu 318.500 manns á Íslandi, 160.000 karlar og 158.500 konur. Landsmönnum  fjölgaði um 280 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.200 og á  höfuðborgarsvæðinu bjuggu 202.400 manns.
 
Á 4. ársfjórðungi 2010 fæddust 1.200 börn, en 510 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttu 440 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 140 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 300 fleiri en þeir sem fluttu til landsins. Fleiri karlar en konur fluttu frá landinu.
 
Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttu 250 manns á 4. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttu 500 íslenskir ríkisborgarar af 750 alls. Af þeim 1.100 erlendu ríkisborgurum sem fluttu frá landinu fóru flestir til Póllands, 370 manns.
 
Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (250), Noregi (130) og Svíþjóð (80), samtals 460 manns af 610. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttu 210 af alls 800 erlendum innflytjendum. Bandaríkin komu næst en þaðan fluttu 80 erlendir ríkisborgarar til landsins. (Hagstofan)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband