Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Afgangur á rekstri Landsbankans
Landspítali var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 samkvæmt bráðabirgðaruppgjöri spítalans. Heildarvelta Landspítala í fyrra var 40,1 milljarður króna og þar af nam rekstrarframlag ríkissjóðs 33,1 milljarði. Ekki var um að ræða viðbótarfjárframlag til spítalans í fjáraukalögum fyrir árið 2010.
Tekjuafgangur upp á 52 milljónir er ríflega 0,1% af heildarveltu. Stærsti einstaki útgjaldaliður ársins var launagjöld upp á 25,5 milljarða sem er 1,2 milljörðum lægri en árið 2009. Starfmönnum fækkaði um 200 árið 2010 en þeim hefur fækkað um samtals 670 frá ársbyrjun 2009.
Lyfjakostnaður lækkaði um 12% árið 2010 eða 170 milljónir króna. Þá fækkaði rannsóknum, (myndgreining, blóðrannsóknir og ræktanir) um 17% frá árinu 2009. Fæðingum fækkaði um 2% og voru 3.420, samanborið við 3.500 árið 2009.
Sjúklingar sem leituðu á bráðamóttökur spítalans voru 91.482 sem er 3% fækkun frá fyrra ári. Meðallegutími sjúklings styttist úr 6,9 dögum í 6,7 daga.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítal er sáttur við uppgjörið. Í tilkynningu segir hann spítalann hafa lækkað kostnað sinn um 3,4 milljarða.(visir,is)
Ljóst er,að hagræðingaraðgerðir Landsspítalans hafa skilað árangri.Að vísu hefur fækkað um 200 starfsmenn. Það er nokkuð mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.