Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Tölvumálið: Forseti alþingis gerði rétt í málinu
Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa.
Tölvan var hálf falin og tengd tölvukerfi Alþingis, en sú tölva sem fyrir var á skrifstofunni hafði verið tekin úr samandi við tölvukerfið. Umrætt herbergi var til afnota fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og varaþingmenn Hreyfingarinnar.
Hún virtist í þeim ham sem notaður er til að fylgjast með tölvuneti þingsins," sagði Ásta.
Aðstæður voru ljósmyndaðar og slökkt á tölvunni.
Lögregla hóf rannsókn á málinu en eftir að engar vísbendingar höfðu komið fram að viku liðinni var rannsókn lokað, án niðurstöðu. Mat lögreglu var þó að þarna hefði verið fagmaður að verki sem hefði afmáð allt sem hefði gert lögreglu kleift að hafa uppi á þeim sem að þessu stóð.
Ásta sagði að þar sem um lögreglurannsókn var að ræða hefði ekki þótt við hæfi að ræða um málið við aðra þingmenn, aðra en forsætisráðherra sem hún segist hafa upplýst eftir aðstæðum.
Einnig komu fram eindregin tilmæli frá tölvudeild Alþingis um að málið yrði ekki gert opinbert af öryggisástæðun. Nú hafa þó verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur.
Eftir að rannsókn lauk án þess að upp hafi komist hver var að verki segir Ásta að ákveðið hafi verið að láta málið liggja til að ekki kæmu upp vangaveltur og tortryggni sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum.
Í framhaldi af þessu máli hafi verið gerður skurkur í öryggismálum Alþingis. (v.Þegarisir.is)
Mikil taugaveiklun greip um sig á alþingi í dag út af máli þessu. Margir þingmenn gagnrýndu forseta alþingis fyrir að hafa ekki látið þingheim vita af málinu. Kröfðust þeir þess að ný rannsókn færi fram á málinu.Þegar mál,sem þetta kemur upp er mikið matsatriði hvort gera á málið opinbert eða ekki. Hér getur hættulegur aðili hafa verið að verki.Og það er ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að gera málið opinbert ef hættulegur aðili hefur átt hlut að máli.Ég tel,að forseti alþingis hafi haldið rétt á þessu máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.