Fáir eldri borgarar fá verðbætur (hungurlús)

Björgvin Guðmundsson skrifar grein um málefni aldraðra  í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.:

Um sl. áramót kom til framkvæmda að greiða 2,3% verðbætur á vissan lífeyri
aldraðra og öryrkja. Hér er miðað við áætlaða verðbólgu yfirstandandi
árs.Vísitala neysluverðs hefur hækkað um  6,1% frá ársbyrjun 2009 og
láglaunafólk hefur fengið 16% kauphækkun á þessu tímabili.Á sama tíma hefur lífeyrir aldraðra ekki hækkað um eina krónu.Það hefði því átt að hækka
lífeyri aldraðra og öryrkja um 6,1-16 %. En það var ekki gert heldur valin
sú lægsta viðmiðunartala,sem unnt var að  finna. Ekki getur þetta talist
stórmannlegt hjá ríkisstjórninni.
Það má vissulega gagnrýna það, að ekki eigi að hækka vissan lífeyri um meira
en 2,3%. En það er ekki síður gagnrýnisvert,að  það er aðeins lítill hópur
eldri borgara, sem  fær umræddar verðbætur. Verðbæturnar koma aðeins á
lágmarksframfærsluviðmið TR hið meira og hið minna.Þeir, sem búa einir og hafa engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum, 400 manns, fá
lágmarksframfærsluviðmið hið meira.Þeir fá  4000 kr. hækkun á mánuði.En
hinir sem búa með öðrum  og hafa aðeins tekjur frá TR, 1200 talsins,  fá
lágmarksframfærsluviðmið hið minna.Þeir fá 3500 kr. hækkun.Flestir aðrir eldri
borgarar fá enga hækkun eða litla hækkun ( hluta verðbóta). Ellilífeyrisþegar eru 25000 talsins.  Yfir 20000 eldri borgarar fá engar verðbætur á sinn lífeyri. Í hópi þessara  eldri
borgara eru mjög margir, sem búa við erfið kjör og eiga erfitt með að
framfleyta sér. Þeir, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru ekki betur
settir en hinir, sem hafa ekkert úr lífeyrissjóði.Þeir eiga því jafnmikinn
rétt á verðbótum og þeir sem ekkert fá úr lífeyrissjóði. Tökum dæmi af
eldri borgara,sem hefur 50 þús.kr.  úr lífeyrissjóði á mánuði. Hans lífeyrir
frá almannatryggingum er skertur um nákvæmlega sömu upphæð og hann fær frá lífeyrirssjóði.Lífeyrir hans frá TR lækkar úr 184 þús. kr. á mánuði  fyrir
skatt í 134 þús. kr. á mánuði fyrir skatt.Hann er ekki betur settur en  
 en hinn sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð. Ég
lít á þetta sem hreina eignaupptöku.Sennilega er þetta brot á stjórnarskránni.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband