Verður Ragna Árnadóttir næsti forseti Íslands?

Flestir þeirra, sem tóku þátt í óformlegri skoðanakönnun í þættinum Bergsson og Blöndal á Rás 2 í morgun, sögðust vilja að Ragna Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, verði næsti forseti Íslands.

Næstflestir sögðust vilja Pál Skúlason, prófessor og Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, varð í 3. sæti.  Fram kom að 100 nöfn voru nefnd en hlustendur gátu sent þættinum tilnefningar. (mbl.is)

 

Mér líst mjög vel á Rögnu sem næsta forseta Íslands.Hún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra.Hún er látlaus og laus við allt dramb og hroka.Hún er greinilega mjög vönduð manneskja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband