Laugardagur, 22. janúar 2011
Ástandið hjá VG
Skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna hefur vakið mikla athygli.Tvennt stakk í augun: Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins og fylgishrun Vinstri grænna.Ef til vill hefur fylgistap VG vakið mesta athygli.VG var með 25% í könnunum en hefur nú tapað 10% stigum samkvæmt könnunum.Það er mikið tap.Ég tel,að höfuðástæðan sé mikil sundrung innan VG og stöðugar deilur. Það að 3 þingmenn skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlögin undirstrikaði mikinn ágreining. Ekkert er óeðlilegt við það,að einhver ágreiningur sé innan flokkanna um einstök mál en það á ekki að fara með slíkan ágreining í fjölmiðla. Það á að halda slíkum málum innnan flokkanna og leysa málin þar.Vonandi lætur VG sér þetta að kenningu verða og hættir að fara með ölll ágreiningsmál í fjölmiðla.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.