Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Meirihluti vill samþykkja Icesave samning
Meirihluti landsmanna vill samþykkja Icesave-samninginn sem gerður var við Breta og Hollendinga í síðasta mánuði samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag. Úrtakið var 800 manns og næstum þrír af hverjum fjórum tóku afstöðu. Rúm 56 prósent vilja samþykkja samninginn, tæp 44 prósent vilja ekki gera það.
Meirihluti er í öllum flokkum fyrir því að samþykkja nema í Sjálfstæðisflokknum. Þar vilja 47 samþykkja en 53 prósent eru því andvíg. Í sömu könnun vildu um rúm 46 prósent ekki gefa upp afstöðu þegar spurt var um fylgi við stjórnmálaflokka. Af þeim vilja 57 prósent samþykkja Icesave-samninginn.(ruv.is)
Mér kemur þessi könnun ekki á óvart. Nýi samningurinn er það góður,að sjálfsagt er að samþykkja hann og ljúka þessu máli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Það er svolítið skrýtið að ætlast til að almenningur á götunni hafi þekkingu til að segja til um hvort samþykkja eigi nýja Icesave samninginn. Er hann betri en þeir fyrri? ef svo að hvaða leiti? jú það munar einhverju á vöxtum. Það eru óútkljáð dómsmál sem koma til með að stjórna því hvort það eru 40, 100 eða 1000 milljarða skuldir sem Íslendingar virðast vilja undirgangast án þess að hafa hugmynd um hver endanleg upphæð verður.
Ef bretar og hollendingar væru til í að taka við þrotabúinu, koma því í verð og hirða söluverðið, væri ef til vill í lagi að borga þeim 40 til 50 milljarða fyrir, en það er víst aldeilis ekki það sem hangir á spýtunni, Íslendingar skulu taka alla áhættu og sauðirnir eru leiddir í snöruna með bundi fyrir bæði augu og eyru.
En spurning Fréttablaðsins var alveg út í hött og svörin því líka.
Kjartan Sigurgeirsson, 25.1.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.