Færri flytja af landi brott en áður

Árið 2010 fluttu 2.134 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 4.835 fluttu úr landi umfram aðflutta.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að alls fluttu 7.759 frá landinu, samanborið við 10.612 á árinu 2009. Alls fluttu 5.625 manns til Íslands árið 2010, sem er svipaður fjöldi og árið 2009 þegar 5.777 manns fluttu til landsins.

Íslenskir ríkisborgarar voru fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.340 á móti 3.419. Hins vegar voru erlendir ríkisborgarar fleiri meðal aðfluttra en íslenskir, 2.988 á móti 2.637. Alls fluttu því 1.703 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram brottflutta, en 431 erlendur ríkisborgari.

Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Noregs, alls 1.539 einstaklingar, en brottfluttir til Póllands voru nokkuð færri. Til þessara landa fluttu jafnframt flestir umfram aðflutta. Til Danmerkur fluttu alls 1.145, en tveimur færri fluttu þaðan til Íslands.(visir.is)

 

Með því að færri flytja frá landinu en áður en það vísbending um það að ástandið hér sé að batna.Auk þess ber að hafa í huga,að ,meðal brottfluttra er fjöldi Pólverja og annarra útlendinga sem voru að vinna hér en fóru þegar vinna minnkaði hér.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband