Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Ríkisstjórnin vill stytta leigutímann.Óráð að taka hlut Magma eignarnámi
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að fela iðnaðarráðherra í samráði við fjármálaráðherra, að taka upp viðræður við HS orku, og eigendur félagsins, Magma Energy, og sveitarfélög sem landeigendur og eigendur auðlinda, um að stytta leigutíma nýtingarréttar jarðhitaauðlinda.
Þetta er í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda. Að auki er lögð áhersla á að tryggja ríkinu ótímabundinn forkaupsrétt á hlutum Magma í HS orku.
Þá hefur einnig verið ákveðið að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á jarðauðlindum í eigu sveitarfélagsins.
Iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um hámarksleigutími á nýtingarrétti vatns- og orkuauðlinda verði styttur úr þeim 65 árum sem ákveðið hefur verið.
Samhliða þessu mun undibúningur hefjast að mótun heildstæðra auðlindastefnu með skilgreiningu á lykilmarkmiðum hennar og þeim almannahagsmunum sem hún á að tryggja.(visir.is)
Það er skynsamlegt að leita samninga um að stytta leigutímann.En leigutíminn er alltof langur.Hins vegar tel ég það algert óráð að taka hlut Magma í HS Orku eignarnámi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.