Kvótakerfið:Förum ekki úr öskunni í eldinn

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið um kvótakerfið. Greinin var nokkuð góð og var ég sammála  mörgum atriðum í greininni.Ólína var nokkuð skelegg í greininni og ákveðin í vissum atriðum. Hún vill að sjávarauðlindin verði sameign þjóðarinnar eins og þegar er ákveðið í lögum en að það verði fest í stjórnarskrá.Flestir eru sammála um þetta.Ólína vill,að þeir,sem fá úthlutað kvótum greiði auðlindagjald fyrir í auðlindasjóð.Hún telur koma til greina að úthluta vissum kvótahöfum verulegum hluta kvótanna en þó því aðeins,að allar aflaheimildir verði innkallaðar á einu bretti.Þetta er góður punktur., En ég er ósammála Ólínu þegar hún segir,að ekki skipti máli hvort það verði farin  samningsleið,uppboðsleið  eða einhver önnur leið ef framangreind markmið náist.Þessu er ég ósammála. Að mínu mati kemur ekki til greina að úthluta einhverjum kvótahöfum veiðiheimildum til langs tíma.Það yrði þá verra ástand en það sem gildir í dag.Það væri þá farið úr öskunni í eldinn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband