Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Íhaldsöflin reyna að koma í veg fyrir stjórnlagaþing
Úrskurður Hæstaréttar um að ógilda stjórnlagaþing vegna smáhnökra á framkvæmd kosningarinnar til þingsins er mjög furðulegur.3 menn kærðu kosninguna vegna smáatriða svo sem að ekki hefði mátt brjóta kjörseðilinn saman,að kjörkassarnir hefðu verið úr pappa en ekki tré og ekki læstir heldur aðeins innsiglaðir og að kjörklefarnir hefðu verið of litlir og skilrúm milli þeirra of lág.Allt eru þetta smáatriði,sem höfðu engin áhrif á niðurstöður kosningarinnar.Ég fullyrði,að ef um alþingiskosningar hefði verið að ræða þá hefðu dómarar hæstaréttar ekki ógilt kosninguna.En hvers vegna ógiltu þeir kosningu til stjórnlagaþings út af algerum smáatriðum. Eiríkur Tómasson lagaprófessor sagði að deila mætti um niðurstöðu hæstaréttar.
Íhaldið rauk strax upp á alþingi í dag með Ólöfu Nordal í broddi fylkingar og sagði,að úrskurður hæstaréttar sýndi,að ríkisstjórnin væri vanhæf og hefði klúðrað undirbúningi stjórnlagaþingsins.Í kastljósi í kvöld sagði Ólöf ,að forsætisráðherra ætti að segja af sér úr af þessu máli. Íhaldið hefur frá upphafi verið á móti stjórnlagaþinginu og nú ætlar það að reyna að koma í veg fyrir að það fari fram.Það hefur fengið góðan stuðning frá dómurum hæstaréttar.Formaður Framsóknar skoppaði með íhaldinu í þessu máli í dag. Tveir af þeim sem kærðu kosninguna komu fram í kastljósi og þar kom fram,að þeir hafa alltaf verið á móti stjórnlagaþingi.
Það er ljóst að reynt er að koma í veg fyrir stjórnlagaþingið.En íhaldinu má ekki takast að hindra það.Stjórnlagaþing verður að fara fram.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að ríkisstjórnin reyni að stöðva þetta góða mál með því að vanda ekki berur til verksins þannig að um lögbrot var að ræða eða veit þetta lið ekki að það gilda lög í landinu sem Hæstiréttur dæmir eftir sem sett eru af Alþingi: FÚSK.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.