Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Það verður sennilega að kjósa aftur á stjórnlagaþing
Það er einkum tvennt sem kemur til greina,eftir úrskurð hæstaréttar um kosningu til stjórnlagaþings: Að kjósa aftur eða að alþingi samþykki að þeir 25 sem kosnir voru á stjórnlagaþing,skipi stjórnlaganefnd.
Sennilega verður sá kostur valinn að láta kjósa aftur og vanda vel til kosningarinnar.En ég tel,að hinn kosturinn komi einnig til greina.Úrskurður hæstaréttar er ekki dómur heldur álit.Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir,að samkvæmt lögum um alþingiskosningar eigi ekki að ógilda þær nema sýnt sé fram á,að annmarkar á kosningunum breyti niðurstöðu kosninga. Ekki var um það að ræða að annmarkar á kosningu til stjórnlagaþings breyttu niðurstöðu kosningarinnar. Þess vegna átti ekki að ógilda kosninguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.