Karpið á alþingi heldur áfram

Álit þjóðarinnar á alþingi er í lágmarki skv. skoðanakönnunum.Það þarf ekki að koma á óvart.Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um nokkurn hlut. Þingmenn rífast um hvert smámál og jafnvel um formsatriði.Eftir úrskurð Hæstaréttar um að ógilda skuli kosningar til stjórnlagaþings vegna smáhnökra á framkvæmd kosninganna hefur rifrildið aukist um allan helming á alþingi.Almenningur hefði reiknað með því að þingmenn mundu taka höndum saman um að bæta úr þeim ágöllum,sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings og ákveða næstu skref.En ó nei.Í staðinn upphefst mikið karp um það hverjum það væri að kenna að kosningarnar til stjórnlagaþings skyldu úrskurðaðar ógildar.Og nú geta þingmenn deilt um það atriði daginn út og daginn inn.Á meðan bíða ýmis mikilvæg mál og það bíður á meðan að ákveða örlög stjórnlagaþings.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú talar hér um smá mál.  Gerir ekki margt smátt eitt stórt.

Nú eiga þessir alþingismenn að fara VINNUNA SÍNA.  Kjósa tvo menn úr hverjum flokki sem er nú á þingi í nefnd og fá einn utanaðkomandi, hugsanlega lögmann, til að vera fundarsjóra og klára þetta mál fyrir vorið.  Þetta á að vera hægt því maður hefur heyrt að um smávægilegar lagfæringar sé um að ræða þegar upp er staðið.

Ég held að það sé hættulegt að vera með 25 manns í nefnd, misjafnlega úr garði gert, eins og gengur og gerist og koma sér saman um eitthvað, sem hefur síðan enga þýðingu því alþingi þarf síðan að fara yfir allt og samþykkja það sem þeir vilja og annað ekki.  Þetta er búið að vera nómt rugl enda bara rúm 30% sem tóku þátt í kosningunum.  Ekki er það meirhæuti þjóðarinnar sem krefst stajórnlagaþings eins og "sumir" ráðherrar fullyrða.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband