Enn óvissa um stjórnlagaþing

Framtíð stjórnlagaþings er enn í algjörri óvissu. Ekkert hefur verið ákveðið hvort stefnt verði að nýjum kosningum eða skipuð stjórnlaganefnd.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings, að ekki kæmi til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Hins vegar kemur til greina að endurtaka kosningarnar eða skipa þá 25, sem hlutu kosningu, í nefnd, sem hefði sama hlutverk og stjórnlagaþingið hafði. Hvor sem niðurstaðan verður þarf að breyta lögum um þingið. Enn hefur ekkert verið ákveðið hvor leiðin verður farin en þá ákvörðun taka stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta til rækilegrar skoðunar innan stjórnarflokkanna en ekki hefur verið ákveðið hver leggur fram frumvarp að lagabreytingum, hvenær eða hvaða breytingar verða lagðar til. Ef ákveðið verður að endurtaka kosningarnar þarf að ákveða hvort kosið verði milli þeirra sömu og buðu sig fram áður en framboðsfrestur rann út í fyrra eða hvort kallað verður að nýju eftir framboðum og kosið milli þeirra sem berast. Allsherjarnefnd Alþingis mun fara yfir málið á næstu dögum.


Haft var eftir Ástráði Haraldssyni, formanni landskjörstjórnar, í 22 fréttum í gær að á fundi nefndarinnar í gærkvöld hafi verið farið yfir niðurstöðu Hæstaréttar og hvernig ætti að ógilda kjörbréf þeirra sem kosnir voru á stjórnlagaþingið. Engar ákvarðanir voru teknar um afsagnir nefndarmanna. Ástráður vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband