Föstudagur, 28. janúar 2011
Stjórnlagaþing verður haldið
Ógilding Hæstaréttar á kosningunni til stjórnlagaþings var rædd á ríkisstjórnarfundi sem lauk fyrir stundu. Jóhanna Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að þetta hefði verið ítarlega rætt. Það hefði verið einróma niðurstaða ráðherra að stjórnlagaþing yrði haldið. Leitað yrði samstöðu um það, en spurningin væri hvernig það yrði gert.
Aðspurð um hvort kosið yrði aftur sagði Jóhanna að ýmsar leiðir hefðu verið nefndar, þar á meðal að þeir sem kosnir voru til stjórnlagaþings fengju umboð sitt gegnum Alþingi. Sér heyrist þó ekki vera mikill vilji vera til þess. Einnig komi til greina að endurtaka kjördaginn eða að kjósa aftur. Hún kvaðst ætla að kalla formenn allra stjórnmálaflokka til fundar við sig á mánudag til að ræða þetta mál.(ruv.is)
Það er jákvætt að ríkisstjórnin skuli vera ákveðin í að efna til stjórnlagaþings.Það er aðalatriðið.Hitt skiptir minna máli hvernig það verður gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held reyndar eftir síðustu stjórnlagaþingskosningu að það skipti höfuðmáli hvernig það verður gert
Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.