Föstudagur, 28. janúar 2011
Ógilding stjórnlagaþings: Allir nema einn af dómurunum skipaðir af Sjálfstæðisflokknum
Af þeim sex dómurum, sem töldu sig hæfa til að dæma um stjórnlagaþingskosningarnar, hafa að minnsta kosti þrír talað opinberlega á mismunandi tímum gegn þjóðareign og með séreignarrétti. Einn til viðbótar, Viðar Már Matthíasson, er auk þess bróðir eins voldugasta kvótaeiganda landsins, Guðbjargar Matthíasdóttur í Vestmannaeyjum.
Fyrir liggur að 22 af þeim 25 sem náðu kjöri til stjórnlagaþings hafa opinberlega lýst stuðningi við að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrá.
Þrír af níu dómurum Hæstaréttar töldu sig vanhæfa til þess að dæma um kærur vegna kosninga til stjórnlagaþings í nóvember síðastliðnum. Þau eru Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Öll lýstu þau sig vanhæf vegna tengsla ýmist við fulltrúa í landskjörstjórn eða við frambjóðendur til stjórnlagaþingsins.
Efnislega voru ýmsir þingmenn með sumt af þessu á vörunum á Alþingi síðastliðinn fimmtudag þar sem rædd var munnleg skýrsla Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum. Að Hæstiréttur hefði fellt dóm án glæps, að Hæstiréttur hefði stillt sér gegn vilja þjóðarinnar til breytinga á stjórnarskránni, að Hæstiréttur hefði blandað sér í heitt pólitískt átakaefni um eignarrétt á auðlindum og tekið þar með afstöðu með harðdrægum sérhagsmunaöflum, meðal annars í stórútgerð.
Fæstir þingmanna gagnrýndu þá ágalla á framkvæmd kosninganna sem Hæstiréttur dró fram en stjórnarliðar voru almennt þeirrar skoðunar að í skilningi laga um þingkosningar hefði ekki verið sýnt fram á að ágallarnir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna. Þeim skilningi andmæltu formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri stjórnarandstæðingar.(dv.is)
Af þeim sex dómurum,sem úrskurðuðu stjórnlagaþing ógilt, voru 5 skipaðir af Sjálfstæðisflokknum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.